Nýir kjarasamningar Grafíu annars vegar og RSÍ hins vegar við Félag atvinnurekenda hafa verið undirritaðir. Samninganir eru mjög áþekkir þeim sem gerðir voru nýverið við Samtök atvinnulífsins.
Þó ber að nefna að í þessum samningum fer yfirvinna 1 strax í 13 klst. frá 1. febrúar 2024. Einnig er í þessum samningum samið um að starfsfólk geti fært fimm sumarorlofsdaga yfir á vetrartíma og fær þá ellefu daga í staðinn. Þannig er hægt að fjölga orlofsdögum úr 30 í 36.
Samningarnir verða kynntir þriðjudaginn 26. mars klukkan 12:00 að Stórhöfða 29-31. Gengið er inn Grafarvogsmegin. Hægt er að fylgjast með á fjarfundi en hlekkur verður birtur hér þegar nær dregur.
Gert er ráð fyrir því að atkvæðagreiðsla um samninginn hefjist 22. mars kl. 14:00 og standi yfir til klukkan 14:00 þann 2. apríl.