Um tvöhundruð og fimmtíu manns sátu fyrsta kynningafund Fagfélaganna, sem fram fór á Grand hótel í Reykjavík í hádeginu í gær, þriðjudaginn 12. mars 2024. Um 150 manns voru í salnum en aðrir 100 fylgdust með á fjarfundi.
Á fundinum kynnti Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Fagfélaganna, samningana við Samtök atvinnulífsins en atkvæðagreiðsla hófst klukkan 12:30 í gær. Hún stendur yfir til klukkan 14:00 þriðjudaginn 19. mars.
Að erindi loknu svaraði Kristján Þórður spurningum úr sal.
Í dag, miðvikudag, verður fundur í Hofi á Akureyri, klukkan 12:00.
Hér má sjá glærurnar, upplýsingar um næstu fundi og samninginn í heild.