Samninganefndir Fagfélaganna (RSÍ, MATVÍS og VM) hafa verið boðaðar á fund í Húsi fagfélaganna á Stórhöfða 29-31, fimmtudaginn 15. febrúar klukkan 11:30.

Efni fundarins er staða kjaraviðræðna við Samtök atvinnulífsins. Eins og kunnugt er slitnaði upp úr kjaraviðræðum Breiðfylkingarinnar við SA fyrir helgi. Fagfélögin munu aftur móti funda með SA á morgun, miðvikudag.

Gengið er inn í húsið Grafarvogsmegin en boðið verður upp á hádegisverð.

Athugið að fundurinn er eingöngu fyrir fulltrúa í samninganefndum þessara félaga