Á næstu dögum berst félagsfólki í aðildarfélögum Rafiðnaðarsambands Íslands tölvupóstur um að taka þátt í kjara- og viðhorfskönnun frá Gallup.
Mikilvægt er að bregðast við og taka þátt til að sambandið geti tryggt hagsmuni félagsfólks og hafi upplýsingar um launaþróun og viðhorf félagsfólks til sambandsins og þátta sem varðar vinnuumhverfið og fleira. Eins og áður er könnunin eins stutt og mögulegt er.
Könnunin verður aðgengileg á “Mínum síðum”.
Félagsfólk, sem tekur þátt, getur unnið gjafabréf kr. 12.000 eða gistingu fyrir tvo á Íslandshótelum en jafnframt fær allt félagsfólk sem lýkur könnuninni 5 punkta í orlofskerfi sambandsins.