Nú er hægt að nálgast rafrænt félagsskírteini Rafiðnaðarsambands Íslands inn á mínum síðum á rafis.is Til að nálgast félagsskírteinið þarf að skrá sig inn á mínar síður með rafrænum skilríkjum eða íslykli. Inná mínum síðum er skírteinið undir AFSLÆTTIR og einnig undir UPPLÝSINGAR. Þar birtist félagsskírteini með nafni, kennitölu og félagi.
Félagsskírteinið má til dæmis nota til þess að sanna félagsaðild sína og nýta sér ýmis afsláttarkjör sem félagsmönnum er boðið upp á. Allt um afsláttarkjörin má svo sjá inn á orlofsvefnum undir AFSLÁTTUR
Ef þú sækir skírteinið í tölvu þá kemur mynd af QR kóða.
Ef þú ert með Android verður þú að niðurhala í símann þinn SmartWallet. Síðan getur þú einfaldlega opnað myndavélina inni í appinu og skannað inn QR kóðann.
Ef þú ert með Apple getur þú notað Apple Wallet appið sem er þegar í símanum þínum. Einfaldlega opnaðu myndavélina á símanum þínum og skannaðu QR kóðann.
Ef þú sækir skírteinið beint í síma þá þurfa Android notendur að vera búnir að sækja SmartWallet appið en Apple notendur eru þegar með Wallet appið í símanum. Þegar skírteinið er sótt hleðst niður skrá í símann og eftir að það er búið getur þú opnað viðeigandi app og þá á skírteinið að vera komið í veskið.
Ef einhverjar spurningar vakna eða eitthvað gengur ekki sem skyldi, hafið samband við skrifstofu með því að senda tölvupóst á rsi@rafis.is eða hringja í síma 5400 100