Í dag föstudaginn 8. apríl fór út könnun til félagsmanna RSÍ, Byggiðnar, VM og Matvís sem er fyrsti liður í undirbúningi fyrir komandi kjarasamninga.

Félögin hvetja félagsmenn til þess að svara þessari könnun þar sem mikilvægt er fyrir okkur fólkið sem starfar að hagsmunamálum okkar að vita hvað félagsmenn okkar vilja leggja mesta áherslu á fyrir komandi kjarasamninga.
Könnunin er send út á félagsmenn RSÍ, Byggiðnar, VM og Matvís og eru keimlíkar þær munu því bæði nýtast hverju og einu félagi sem og iðnaðarmönnum í heild sinni.
Könnunin berst bæði í gegnum skráð netföng auk þess sem tengill verður sendur í gegnum SMS. Ef þú kæri félagsmaður ert ekki búinn að fá könnunina fyrir miðvikudaginn 13. apríl, þá vinsamlega sendu póst á benony@fagfelogin fotstöðumann kjaradeildar.