Á dögunum samþykkti Menntamálastofnun að veita Rafmennt viðurkenningu til kennslu á framhaldsskólastigi til eins árs. Með þessari viðurkenningu er staðfest að Rafmennt ehf uppfylli viðmið til þess að kenna eftir staðfestum námsbrautalýsingum í rafvirkjun, rafveituvirkjun, rafeindavirkjun, hljóðtækni, kvikmyndatækni og meistaranámi rafiðngreina.

Með þessu opnast möguleiki fyrir fleiri að stunda nám í ofantöldum greinum eins og t.d. eldri nemendur sem hafa flosnað upp úr námi af einhverjum orsökum, verið í raunfærnimati osfrv. Ekki síst opnar þetta möguleika fyrir frekari þróun kennslu innan Rafmenntar svo sem í kvikmyndatækni og öðrum greinum félagsfólks sem ekki teljast til hefðbundinna greina. Sjá nánar