Yfirlýsing frá Fagfélögunum:

Fagfélögin fordæma þá ákvörðun Samtaka atvinnulífsins (SA) að setja verkbann á VR vegna kjaradeilu samtakanna við framlínufólk hjá Icelandair. Barátta þessa hóps er sjálfsögð. Hún snýst um réttlátan vinnutíma í takt við það sem almennt gerist á markaði.

Viðbrögð SA eru í engu samræmi við stöðu deilunnar og hvorki til þess fallin að skapa stöðugleika á vinnumarkaði né gefa gott fordæmi til framtíðar.

Fagfélögin styðja VR í kjarabaráttu þeirra og skora á SA að sýna meiri metnað við samningaborðið og vilja til að semja við umræddan hóp.

  • Byggiðn – félag byggingamanna
  • MATVÍS – Matvæla- og veitingafélag Íslands
  • RSÍ – Rafiðnaðarsamband Íslands 
  • VM – Félag vélstjóra og málmiðnaðarmanna