Föstudaginn 8. mars klukkan 09:00 verður opnað fyrir bókanir á íbúð 55 í Ljósheimum í Reykjavík. Um miðja næstu viku verður einnig hægt að bóka íbúð 306 á Hverfisgötu.

Eins og kunnugt tók Rafiðnaðarsamband Íslands frá íbúðir félagsins í Reykjavík til handa Grindvíkingum þegar eldsumbrot hófust við Grindavík í haust.

Húsnæðismál Grindvíkinga eru smám saman að komast í varanlegt horf og þörf á tímabundnu húsnæði minnkar. Tvær íbúðir félagsins eru að losna, eins og hér að framan greinir, og útlit fyrir að fleiri íbúðir munu gera það á næstunni.

Stefnt er að því að allar íbúðir félagsins í Reykjavík standi félagsfólki til boða í júní.