Vinnustaðaeftirlit Fagfélaganna og Eflingar hefur tekið fullan þátt í þeim aðgerðum yfirvalda sem snúa fyrirtækjum í eigu Davíðs Viðarssonar. Fram hefur komið að í gær, þriðjudag, hafi miðlæg rannsóknardeild lögreglunnar staðið fyrir umfangsmiklum aðgerðum vegna átta fyrirtækja sem eru í eigu Davíðs.
Átta voru handteknir í aðgerðunum en grunur leikur á að þolendur mansals telji nokkra tugi. Sumir þeirra eru félagsmenn MATVÍS og Eflingar. Lögregla hefur í dag greint frá því að sex hafi verið hnepptir í vikulangt gæsluvarðhald vegna rannsóknarhagsmuna í málinu.
Vinnustaðaeftirlit Fagfélaganna og Eflingar var þátttakandi í aðgerðum lögreglu í gær og hefur komið að málinu frá fyrstu stigum rannsóknarinnar. Vinna þeirra hefur snúið að því að standa vörð um hagsmuni þessa félagsfólks og sjá til þess að kjarasamningsbundin réttindi þeirra séu virt. Eftirlitið mun fylgja málinu eftir allt til enda.