ASÍ-UNG auglýsir fræðslu- og tengsladaga 2024. Viðburðurinn fer fram þann 11.-12. apríl á Aðalgötu 60 í Reykjanesbæ.

Kostnaður og fyrirkomulag:

Skráning: Þátttakendur þurfa að skrá sig hjá asiung@asi.is, í síðasta lagi miðvikudaginn 27. mars nk. Hvert stéttarfélag sendir inn skráningu fyrir sína fulltrúa. Engin takmörk eru á fjölda frá hverju félagi.
Gisting: Hótel Marriot býður þátttakendur gistingu með morgunverði á 23.500 kr. Þátttakendur/eða félög sjá um að bóka og greiða fyrir gistingu.
Matur: ASÍ-UNG býður þátttakendum í hádegis- og kvöldverð þátttakendum að kostnaðarlausu á fimmtudeginum. Morgunverður er innifalinn í gistingu.
Gert er ráð fyrir að þátttakendur komi sér sjálfir á staðinn.

Dagskrá fræðslu- og tengsladaga

Fimmtudagur – 11. apríl ————–

12:00 – 13:00     Móttaka, hádegismatur og skráning

13:15 – 13:30     Erindi: Formaður ASÍ-UNG

13:30 – 14:30     Fræðsluerindi nr.1

– Umhverfismál og atvinnulýðræði

14:30 – 15:00     Kaffipása

15:00 – 15:30     Erindi: Formaður BSRB

15:30 – 16:30     Fræðsluerindi nr.2

– Jafnréttismál og málefni innflytjenda

16:30 – 17:00     Samantekt

19:00            Kvöldverður í boði ASÍ-UNG

Föstudagur – 12. apríl ——————–

09:30 – 10:00     Erindi: Forseti ASÍ

10:00 – 11:30     Samtal um framtíð vinnumarkaðarins

11:30 – 11:40     Formaður ASÍ-UNG lýkur viðburðinum