Greiðslum úr námssjóði iðnfélaganna fyrir síðasta ár er nú lokið og styrkþegum hefur verið sendur tölvupóstur þess efnis.

Alls fengu 167 félagar iðnfélaganna styrk og nemur heildarupphæðin kr. 23.095.306.

Námssjóðurinn byggir á samningi Fagfélaganna og FIT við Samtök íslenskra sveitarfélaga og renna 2% af launum þeirra sem fylgja samningum í sjóð sem síðan er greitt úr í febrúar ár hvert.