RSÍ vekur athygli á því að félagsfólki geta þessa dagana borist SMS-skilaboð eða tölvupóstar þar sem óskað er eftir þátttöku í viðhorfskönnunum á vegum félagsins. Um er að ræða kannanir sem sendar eru á valda hópa þar sem spurt er um viðhorf til næstu skrefa í kjarasamningsgerð. Góð þátttaka er sem fyrr afar mikilvæg.