Föstudaginn 2. febrúar verður opnað fyrir umsóknir um slembiúthlutun vegna sumardvalar í orlofshúsum félagsins. Hægt er að sækja um til 13. febrúar.
Í slembiúthlutun eiga allir umsækjendur jafna möguleika. Þau sem ákveða að sækja um í slembiúthlutun hafa ekki rétt á að sækja um í hefðbundinni sumarúthlutun sem fram fer í kjölfarið.
Í slembiúthlutun eru þessi hús:
- Leturberg í Miðdal
- Skógarnes, hús nr. 10
- Akureyri, Furulundur 8K
- Akureyri, Kristjánshagi 2, íbúð nr. 106
- Illugastaðir nr. 3
Úthlutunin fer fram 16. febrúar. Greiðsla þarf að berast fyrir 20. febrúar.
Rafræn úthlutun eftir punktakerfi
21.febrúar til 4. mars verður opið fyrir umsóknir um orlofshús þar sem punktastaða ræður niðurstöðu úthlutunar.
5.mars fer úthlutun fram.
5.-11. mars þarf að greiða fyrir úthlutaða viku.
14.mars er opnað fyrir bókanir samkvæmt reglunni „fyrst koma, fyrst fá“ hjá þeim sem fengu synjun á umsókn sína hvort sem var í slemibiúthlutun eða úthlutun samkvæmt punktakerfi.
Niðurstöður úthlutunar verða sendar í tölvupósti til félagsfólks. Vinsamlegast athugið að aðeins er hægt að hafa eina bókun yfir sumartímann.
18. mars kl. 9:00 verður opnað fyrir bókanir þeirra húsa og tímabila sem eftir standa. Allt félagsfólk getur þá bókað húsin.
Spánn
Athugið. Þann 1. februar kl 9:00 verður opnað fyrir bókanir orlofshúsa á Spáni fyrir tímabilið október 2024 til apríl 2025. Í gildi er reglan fyrst koma, fyrst fá.