Opnað hefur verið fyrir umsóknir um orlofshús í slembiúthlutun vegna páska 2024. Þar er eru eftirfarandi orlofshús í boði:
- Leturberg í Miðdal
- Skógarnes hún nr. 10
- Einarsstaðir nr. 13
- Íbúð 106 Kristjánshaga
- Furulundur 8 K
Í slembiúthlutun eiga allir jafna möguleika á húsi. Hægt er að sækja um til 17. janúar. Úthlutunin fer fram 18. janúar en athugið að greiða þarf samdægurs.
Dagana 19. – 28. janúar verður opnað fyrir umsóknir um önnur orlofshús félagsins um páskana. Í þeirri úthlutun, sem fram fer 29. janúar, ræður punktastaða. Niðurstöður úthlutunar eru þá sendar í tölvupósti til félagsfólks. Greiða þarf í síðasta lagi 30. janúar. Ef það er ekki gert fer orlofshúsið aftur í umsóknarferli, en þá eiga þeir sem ekki fengu úthlutað í fyrri umferð forgang.
1 .- 2. febrúar verður opnað fyrir bókanir með þær eignir sem eftir standa. Þá geta aðeins þeir sem sóttu um en fengu synjun bókað hús. Þar gildir reglan fyrstur kemur fyrstur fær.
Athugið sérstaklega að aðeins er hægt að taka þátt í öðru úthlutunarferlinu; sá sem sækir um í slembiúthlutun getur ekki sótt um úthlutun sem byggir á punktastöðu.