Bridge-vertíðin hjá Fagfélögum hefst að nýju í næstu viku.
Fyrsta spilakvöld nýs árs verður fimmtudagskvöldið 11. janúar. Leikar hefjast klukkan 19:00 en sem fyrr verður leikið á Stórhöfða 31. Athugið að gengið er inn Grafarvogsmegin.
Allt félagsfólk sem hefur áhuga á brigde er velkomið á meðan húsrúm leyfir.