Óhætt er að segja að gleðin hafi ráðið ríkjum á jólaballi RSÍ sem fram fór í Gullhömrum í Grafarholti síðastliðinn sunnudag.
Gestir jólaballsins áttu þar notalega stund saman; dönsuðu í kring um jólatré og léku sér að uppblásnum blöðrum í allra kvikinda líki.
Kúnstugur jólasveinn rann á hljóðið og tók þátt í gleðinni. Hann færði yngri kynslóðinni svolítinn glaðning og tók þátt í að gera viðburðinn eftirminnilegan fyrir unga sem aldna. Eins og meðfylgjandi myndir bera með sér var kátt á hjalla.
RSÍ þakkar fyrir samveruna og færir félagsfólki nær og fjær bestu óskir um gleðileg jól.