Vakin er athygli á því að umsóknarfrestur vegna styrkja sem greiða á út á þessu ári er til þriðjudagsins 12. desember 2023, að honum meðtöldum. Styrkir verða greiddir út 21. desember 2023.

Umsóknir um styrki sem berast frá 13.-20. desember 2023 verða afgreiddar á nýju ári. Greitt verður út þriðjudaginn 9. janúar 2024.

Minnt er á að umsækjendur vandi umsóknir sínar og skili viðhlítandi gögnum með. Þær upplýsingar má finna hér á síðunni. Ekki hika við að hafa samband við félagið í tíma, ef eitthvað er óljóst. Síminn er 5 400 100.