Jólaball Rafiðnaðarsambands Íslands fer fram sunnudaginn 10. desember milli klukkan 14 og 16. Ballið verður haldið í Gullhömrum, Þjóðhildarstíg 2 í Reykjavík.

Dansað verður í kring um jólatré, veitingar verða á boðstólnum og jólasveinar gefa börnum jólapakka.

Miðasala er hafin en henni lýkur fimmtudaginn 7. desember kl. 16.

Miðaverð fyrir fullorðinn er 1.500 krónur en 700 krónur fyrir börn. Athugið að ekki verður hægt að kaupa miða við innganginn.

Kaupa miða hér