Búið er að opna fyrir umsóknir í raf-,  rafveitu- og rafvélavirkjun og stendur umsóknarfrestur frá 1. – 30. nóvember 2023. Eingöngu er tekið við umsóknum í gegnum heimasíðu RAFMENNTAR:

Gögn sem eiga að fylgja með umsókn í sveinspróf:

  • Rafræn ferilbók (Umsækjandi þarf að vera útskrifaður úr náminu og hafa lokið vinnustaðanámi samkvæmt ferilbók).
  • Umsókn meistara/fyrirtækis um sveinspróf fyrir nema
  • Afrit af brautskráningarskírteini úr skóla.
  • Staðfesting á að vinnustaðanámi sé lokið samkvæmt ferilbók