Sumarhús í landi Miðdals í Bláskógabyggð er til sölu og stendur félagsfólki Rafiðnaðarsambandsins til boða. Húsið er með góðum sólpalli, nýlegu gestahúsa og heitum potti.
Skipulag eignar: Hol rúmgott, baðherbergi innaf. Stofa björt með útsýni, útgangur út á pall, eldhús opið inn í stofu, viðarinnrétting.Rúmgott gesthús, baðherbergi með sturtu. Lóð hefur verið vel við haldið og er snyrtileg. Pallur er í kring um húsið og er bæði stór og nýtist vel. Staðsetning hússins er frábær og stutt er verslun og aðra þjónustu.
Valhöll fasteignasala, Síðumúla 27, annast söluna. Þar er sími 588 4477. Sturla Pétursson hefur síma 899 9083.
Nánari upplýsingar má sjá með því að smella á meðfylgjandi hlekk.
Orlofshúsasvæðið í Miðdal er 10 km. austur af Laugarvatni. Þar eru góðar gönguleiðir um svæðið og upp með Skillandsárgljúfri. Á svæðinu er ýmislegt til afþreyingar eins og leiktæki og minigolf. Í Miðdal er golfvöllurinn Dalbúi, 9 holu golfvöllur.

Í Miðdal er glæsilegt tjaldsvæði í fallegu umhverfi. Á svæðinu er gott þjónustuhús með salernis- og sturtuaðstöðu. Góð aðstaða fyrir börn, t.d. leiktæki, ærslabelgur og körfuboltavöllur. Tjaldvæðið er opnað í lok maí eða byrjun júní og fer þá eftir því hvenær frost fer úr jörðu.