Vakin er athygli á því að enn má finna laus tímabil í orlofsíbúðum sem félagsfólki okkar stendur til boða á Spáni. Þar á meðal eru jól og áramót.
Íbúðirnar eru á La Zenía-svæiðnu suður af Torrevieja, stutt frá Villamartin. Aksturstími frá Alicante-flugvelli er um það bil 50 mínútur, sé farið eftir N332. Íbúðirnar eru í um það bil 20 mínútna göngufæri frá verslunarmiðstöðinni La Zenía Boulevard. Einnig er örstutt að ganga í Los Dolces þjónustukjarnann þar sem er gott úrval veitingastaða og verslana.
Miðborg Torrevieja er í ca 15 mínútnar akstursleið frá íbúðunum. Fjölbreytt úrval golfvalla er í nágrenninu t.d. Villamartin, Las Ramblas, Campoamor, Las Colinas ofl.
Óhætt er að hvetja félagsfólk til að nýta sér þessa orlofskosti.
Áhugasömum er bent á að hafa samband við skrifstofur RSÍ.
Fyrstur kemur, fyrstur fær.