Gallup hefur nú sent félagsfólki Rafiðnaðarsambands Íslands kjara- og viðhorfskönnun félagsins. Afar mikilvægt er að þátttaka í könnuninni verði góð en áreiðanlegar upplýsingar um kjör félagsfólk geta reynst félaginu dýrmætar þegar inn í viðræður um nýjan kjarasamning er komið.

Könnunin er aðgengileg félagsfólki á Mínum síðum.

„Það liggur fyrir að verðbólgan hefur étið upp kjarabætur sem samið var um í lok síðasta árs. Við erum á ákveðnum byrjunarreit og þess vegna afar mikilvægt að fá í hendur haldgóðar upplýsingar um launakjör okkar fólks. Ég hvet ykkur til að leggja okkur lið með því að svara þessari stuttu könnun,“ segir Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambands Íslands.

Athugið að vegleg þátttökuverðlaun standa til boða. Dregin verða út gjafabréf kr. 12.000 eða gistingu fyrir tvo á Íslandshótelum. Jafnframt fær allt félagsfólk sem lýkur könnuninni 5 punkta í orlofskerfi sambandsins.