ASÍ, BSRB, BHM og Neytendasamtökin standa fyrir morgunverðarfundi um nýútkomna skýrslu um gjaldtöku og arðsemi bankanna þann 3. október kl. 08:30-10:30, í salnum Vox Club á Hilton hóteli.

Á fundinum verður rætt um hvort bættur rekstur bankanna hafi skilað sér í betri kjörum til viðskiptavina og hvort staða neytenda á íslenskum fjármálamarkaði sé jafn sterk og í löndunum í kring. Spurt verður hvernig auka megi gagnsæi og styrkja stöðu viðskiptavina bankanna og hvernig stjórnvöld geti eflt samkeppni og neytendavernd.

Á fundinum verður fjallað um niðurstöður nýútkominnar skýrslu starfshóps menningar- og viðskiptaráðherra um gjaldtöku og arðsemi íslensku bankanna. Markmiðið með málþinginu er að dýpka umræðuna um niðurstöður skýrslunnar, fjalla um þær í samhengi við samkeppni og neytendamál og ræða næstu skref fram á við.  

Þessi munu flytja erindi á fundinum en Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra ávarpar fundinn í byrjun.

  • Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins
  • Þórunn Anna Árnadóttir, forstjóri Neytendastofu,
  • Inga Dröfn Benediktsdóttir, forstöðumaður í viðskiptaháttaeftirliti hjá Fjármálaeftirlitinu,
  • Haukur Skúlason, framkvæmdastjóri og annar stofnandi Indó,
  • Auður Alfa Ólafsdóttir, sérfræðingur hjá ASÍ
  • Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna.

Í pallborði verða:

  • Gylfi Magnússon, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands,
  • Auður Alfa Ólafsdóttir, sérfræðingur hjá Alþýðusambandi Íslands
  • Haukur Skúlason, framkvæmdastjóri Indó. 

Boðið verður upp á léttan morgunverð frá klukkan 8.

Beint streymi verður af fundinum, fyrir þá sem ekki komast á staðinn.