Golfmót í Miðdal 23. júní 2023
Samhliða fjölskylduhátíð RSÍ verður haldið mót á golfvelli golfklúbbsins Dalbúa í Miðdal föstudaginn 23. júní.  Spilaður verður höggleikur án forgjafar og punktakeppni. Ræst verður út kl 11:30. Vegleg verðlaun í boði og teiggjöf.
Boðið verður upp á rútuferð frá Stórhöfða kl 9:00. Lagt verður af stað frá Miðdal til Reykjavíkur kl 19:00
Boðið verður upp á mat að lokinni keppni kl 17:00.
Síðasti dagur til að skrá sig er þriðjudagurinn 20. júní. ( skráning hér)