Fjölskylduhátíð RSÍ verður haldin helgina 23.-25. júní á Skógarnesi. Að venju verður fjölbreytt dagskrá sem ætti að höfða til allra aldurshópa. Stuðlabandið stígur á stokk af sinni alkunnu snilld og mun skemmta gestum á laugardagskvöldinu.
Skipulag tjaldsvæða verður óhefðbundið þessa daga, ekki verður hægt að bóka stæði fyrirfram eins og venjulega og óheimilt að taka frá stæði. Frítt verður fyrir félagsmenn á tjaldsvæði, greiða þarf þó fyrir rafmagn. Gestir greiða hefðbundið gjald kr. 3.200 per sólarhring, greiða þarf áður en farið er inn á svæðið. Hverjum félagsmanni er heimilt að taka með sér gesti, 2 einingar, tveir ferðavagnar.
Vekjum athygli á að tjaldsvæðið í Miðdal er einnig opið.
Nánari upplýsingar um fjölskylduhátíð í auglýsingu hér að neðan.