Í dag föstudaginn 21. apríl var skrifað undir fjölmarga kjarasamninga við opinbera atvinnurekendur.

VM skrifaði undir þrjá kjarasamninga; Kjarasamning við sveitarfélögin, kjarasamning við Landhelgisgæsluna og kjarasamning við Hafrannsóknarstofu.

RSÍ skrifaði undir tvo kjarasamninga; Í hádeginu var skrifað undir við samninganefnd sveitarfélaganna og eftir hádegi við Reykjavíkurborg.

MATVÍS skrifaði í dag undir kjarasamning við sveitarfélögin og Landhelgisgæsluna.

Allir þessir samningar verða kynntir fyrir félagsfólki í næstu viku og munu kosningar um þessa samninga einnig vera í næstu viku. Við hvetjum félagsfólk okkar til þess að fylgjast vel með á heimasíðum félaganna og uppfæra netföng sín á „mínum síðum“ félaganna til þess að allar upplýsingar um kynningar og kosningar um samningana, fari á rétt netföng.