Nóg hefur verið að gera hjá Kjaradeild Fagfélaganna í vikunni. Trúnaðarmannanámskeið Fagfélaganna var haldið í vikunni en frábær mæting var á námskeiðið, góðar umræður og góð og heilbrigð skoðanaskipti sem skiptir miklu máli.
VM skrifaði undir kjarasamning við SFS vegna vélstjóra á fiskiskipum. Mun kjaradeild Fagfélaganna í framhaldi útbúa kynningarefni og hjálpa til við að skipuleggja kynningarfundi.
Farið var í heimsókn á þrjá vinnustaði í vikunni. Í ÍSAL var rætt um lífeyrissjóðsmál í samvinnu við Birtu lífeyrissjóð, í Héðni var vinnustaðafundur þar sem kjörinn var nýr trúnaðarmaður og í Já ehf var kynntur og kosið um nýjann kjarasamning á milli fyrirtækisins og RSÍ.
Nokkir samningafundir voru í vikunni, fyrsti fundur á milli VM, RSÍ og MATVÍS og sveitarfélaganna var í vikunni, auk þess sem bæði formlegir og óformlegir fundir voru við nokkur fyrirtæki í orkugeiranum og kaupskipafyrirtækin.
Eftirlitið lét ekki sitt eftir liggja, en farið var í eftirlitsferðir í vikunni og er unnið úr þeim málum sem upp komu í eftirlitsferðum í vikunni á kjaradeildinni.
RSÍ og VM vísuðu kjaradeilum sínum við Landsvirkjun og Orkuveituna til Ríkissáttasemjara undir lok vikunnar, mun Ríkissáttasemjari vonandi boða fundi í þeim deilum við allra fyrsta tækifæri.