Gleðilega hátíð kæru félagar.

Tekin hefur verið ákvörðun um að breyta úthlutunarferli orlofshúsa vegna páska og sumars 2023.

Breytingin felst í því að 6 orlofshús/íbúðir fara í svokallaða “slembiúthlutun”. Það felur í sér að allir sem sækja um eiga jafna möguleika á úthlutun, þ.e. punktastaða ræður ekki niðurstöðu úthlutunar.

 

Þau hús sem fara í “slembiúthlutun” eru:

  • Leturberg í Miðdal
  • Hús númer 10 á Skógarnesi
  • Akureyri, Furulundur 8 K
  • Akureyri, Kristjánshagi 2, íbúð nr. 106
  • Ölfusborgir nr. 13
  • Illugastaðir nr. 3

 

Þeir sem ákveða að sækja um í „slembiúthlutun“ hafa ekki rétt á að sækja um í venjulegri úthlutun sem hefst að lokinni „slembiúthlutun“

 

6.-17. janúar er opið fyrir umsóknir í „slembiúthlutun“, allir eiga jafnan rétt.

Úthlutun fer fram 18. janúar. Greiða þarf samdægurs.

 

19.-28.janúar verður opnað fyrir umsóknir um páska þar sem punktastaða ræður úthlutun. Öll orlofshús/íbúðir eru í úthlutun að undanskildum þeim eignum sem talin eru upp hér að ofan.

Úthlutun fer fram 30. janúar þar sem hæsta punktastaða ræður úthlutun. Greiða þarf í síðasta lagi  31. janúar.

 

2.-3. febrúar verður opið fyrir bókanir á þeim orlofshúsum/íbúðum sem eftir standa að lokinni úthlutun fyrir þá sem fengu synjun, hvort sem sótt var um í venjulegri úthlutun eða „slembiúthlutun“