Kjarakönnun RSÍ lauk fyrir skemmstu. Mælaborð á vef Rafiðnaðarsambands Íslands https://www.gallup.is/data/g43ds/sso/ hefur verið uppfært í samræmi við niðurstöður. Frábær þátttaka var í könnuninni þe. 2.088 eða 37% félagsmanna tóku þátt, sem er afar mikilvægt fyrir gildi hennar.

Miðstjórn RSÍ er ánægð með þátttökuna og þakkar félagsmönnum fyrir.

Búið er að draga úr innsendum svörum 10 gjafakort kr. 12.000,- hvert auk 5 hótelávísana fyrir tvo á einhverju af Fosshótelum. Auk þess hefur 5 punktum verið bætt við orlofspunkta þeirra félagsmanna sem óskuðu eftir því og skráðu kennitölu sína í enda könnunarinnar. Haft verður samband við vinningshafa til að vitja vinninga.

Niðurstöður könnunarinnar er hægt að skoða á mælaborði Gallup og kynning niðurstaðna frá Gallup er hér!