Desemberuppbót skal greiða í desember, í síðasta lagi 15. desember. En algengast er að uppbótin sé greidd út samhliða greiðslu launa fyrir nóvembermánuð.
Full uppbót greiðist fyrir fullt ársstarf sem teljast 45 unnar vikur eða meira fyrir utan orlof. Upphæðin miðast við starfshlutfall og starfstíma og eiga þeir starfsmenn sem hafa starfað í 12 vikur á síðustu 12 mánuðum eða eru í vinnu fyrstu vikuna í desember rétt á uppbótinni miðað við starfshlutfall og starfstíma.
Dæmi:
Starfsmaður vinnur fullt starf og hefur unnið í 45 vikur eða meira á starfsárinu fær greiddar kr. 94.000
Starfsmaður sem hefur unnið í 12 vikur á síðustu 12 mánuðum fær greiddar kr. 25.067 (12/45*94.000= kr. 25.067).
ATH. að upphæðir í sérkjarasamningum geta verið þær sömu eða hærri og því nauðsynlegt að kynna sér efni sérkjarasamninga þegar það á við.
Orlofsuppbót 2022
- Orlofsuppbót á orlofsárinu sem hefst 1. maí 2022 á almenna markaðnum………….. kr. 53.000
Desemberuppbót 2022
- Desemberuppbót 2022 á almenna markaðnum……. kr. 98.000