Dagana 17.-18. nóvember sl. hélt RSÍ árlega trúnaðarmannaráðstefnu, þar sem fram fór vinna og fræðsla er snýr að hlutverki trúnaðarmanns á vinnustað. Hagfræðingur ASÍ fór yfir stöðuna í efnahagslífinu og birti hagspá ASÍ fyrir komandi mánuði. Farið var yfir fjárhagsáætlun 2023 ásamt starfsáætlun fyrir árið 2023. VIRK ráðgjafar kynntu starfsemi VIRK og gáfu greinargóða innsýn inn í starf ráðgjafa hjá m.a. stéttarfélögum en það getur einmitt verið hlutverk trúnaðarmanns á vinnustað að beina félagsmanni í úrræði starfsendurhæfingar.
RSÍ-Ung kynnti fyrir ráðstefnugestum þeirra nálgun á kynningar- og auglýsingamál sambandsins. Ungliðarnir sýndu okkur myndbönd sem þau hafa gert sem innhalda skilaboð til félagsfólks RSÍ. Klippurnar eru aðgengilegar á TikTok og ná þ.a.l. frekar til yngra félagsfólks okkar.
Farið var yfir niðurstöður launakönnunar RSÍ. Góð þátttaka var í launakönnuninni þetta árið. Launkönnunin gefur góða mynd af því hvernig laun félagsmanna innan mismunandi aðildarfélaga RSÍ þróast. Einnig er hún gott innlegg inn í komandi kjaraviðræður. Könnunin er mjög umfangsmikil og verður gerð opinber í vikunni á heimasíðu RSÍ. Á ráðstefnunni var farið yfir stöðu kjaraviðræðna og skapaðist þó nokkur umræða um þær. Í lok ráðstefnunnar var farið yfir þær niðurstöður sem komu fram í vinnu umræðuhópa í kröfugerð til kjarasamninga.
Trúnaðarráðstefnan sendi frá sér eina ályktun vegna ábyrgðar ríkistjórnar og skuldbindinga sem stofnað var til með útgáfu skuldabréfa Íbúðalánasjóðs. Ályktunin verður birt á heimasíðu RSÍ