Ályktun vegna ÍL sjóðs
Trúnaðarmannaráðstefna RSÍ krefst þess að stjórnvöld axli ábyrgð og standi við skuldbindingar sem stofnað var til með útgáfu skuldabréfa Íbúðalánasjóðs. Það er með öllu óásættanlegt að flytja tap yfir á lífeyrissjóði sem lendir fyrst og fremst á og greiðist af launafólki á almennum vinnumarkaði sem og því fólki sem þegar hefur hafið töku lífeyris.