Fagfélögin Stórhöfða hafa bætt við námskeiði um lífeyrismál fimmtudaginn 10. nóvember næstkomandi, klukkan 17:00. Námskeiðið verður haldið í fundarsalnum á Stórhöfða 31, á jarðhæð. Skráning á námskeiðið fer fram í síma 5 400 100. Einnig er hægt að skrá sig hér. Athugið að makar eru velkomnir á námskeiðið en hámarksfjöldi er 60 manns. Á námskeiðinu verður farið yfir helstu þætti lífeyriskerfisins og hvernig það virkar. Rætt verður um stoðirnar sem mynda lífeyrisgreiðslur og reynt að svara ýmsum spurningum sem varða lífeyrismál.

Hér fyrir neðan má sjá dagskrá námskeiðsins:

1. Lífeyrir frá Tryggingarstofnun  (TR) fjárhæðir og tekjutengingar.

Hverjar eru lífeyrisgreiðslur frá TR og  hvaða áhrif hafa atvinnutekjur, greiðslur frá lífeyrissjóðum og aðrar tekjur á  lífeyrisgreiðslur TR.
Tekjuætlun TR
Hvenær er hægt að hefja töku lífeyris hjá TR?

2. Lífeyrissjóðir samtryggingardeild

Lífeyrisgreiðslur hvað ræður fjárhæð lífeyris?
Áfallalífeyrir örorku-, maka- barnalífeyrir
Eru lífeyrisgreiðslur verðtryggðar?
Skipting lífeyrisréttinda milli hjóna og sambýlisfólks
Hvenær er hægt að hefja töku lífeyris?
Hvar finn ég upplýsingar um lífeyrisréttindin mín?

3. Séreignarsparnaður

Hvenær er hægt að innleysa séreignarsparnað og skattlagning?
Áhrif séreignarsparnaðar á lífeyrisgreiðslur TR

4. Tilgreind séreign

Hvernig virkar tilgreind séreign
Hvert er fyrirkomulagið á útgreiðslu tilgreindar séreignar og skattlagning

5. Hvað þýðir tryggingarfræðileg staða lífeyrissjóða?
6. Hugmyndir um hækkun á lífeyrisaldri og breytingu á aldursamsetningu þjóðarinnar.
7. Annar lífeyrir og skattlagning

Skráning (smella hér)