Staða kjaraviðræðna er sú í dag að búið að er halda nokkra samningafundi með Samtökum atvinnulífsins þar sem kröfugerðir og samningsmarkmið hafa verið lagðar fram og ræddar. Síðast var fundað í þessari viku og hefur næsti fundur verið boðaður í byrjun næstu viku. RSÍ og aðildarfélög taka þátt í samfloti iðn- og tæknifólks líkt og síðustu tvö skipti. Auk þess eru mikil og góð samskipti við aðra hópa á almennum vinnumarkaði eins og samflot SGS og LÍV.

Kjarasamningarnir renna út í byrjun næstu viku og því augljóst að mikil áhersla er lögð á það af hálfu félaganna að ná endurnýjun kjarasamninganna sem allra fyrst. Iðn- og tæknifólk hefur að sjálfsögðu sett fram kröfu um að kjarasamningar gildi frá lokum þess síðasta.