Margir kjarasamningar RSÍ renna úr gildi 1. nóvember á þessu ári og því er undirbúningur fyrir kjarasamningaviðræður hafinn hjá RSÍ. Fyrsti fundur var haldinn 20. september s.l. þar sem kröfugerð var lögð fram og farið var yfir megináherslur iðn- og tæknifólks í komandi samningum.

Megináherslur í kjarasamningaviðræðum sem nú standa fyrir dyrum eru:

  • Viðhalda og auka kaupmátt launa.
  • Vinnutíminn.
  • Yfirvinna verði greidd skv. einni prósentutölu.
  • Samningar gildi frá lokum þess síðast.

Næsti fundur er í dag, mánudaginn 26. september þar sem stillt verður upp áætlun um málefni sem verða til umræðu

Kröfugerðina má lesa í heild sinni hér!