Nú hefur verið opnað fyrir bókanir á tjaldsvæði á Skógarnesi, B svæðið. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um það hvenær önnur svæði verða opnuð en þar spilar veður og gróður stórt hlutverk. En hvetjum alla til að fylgjast með upplýsingum sem settar verða á heimasíðu og samfélagsmiðla þegar nær dregur.
Tjaldsvæði í Miðdal verður ekki opnað fyrr en um mánaðarmótin maí/júní. Miklar framkvæmdir hafa verið á svæðinu en unnið hefur verið að endurbótum á þjónustumiðstöðinni.
Bókunar og greiðslufyrirkomulag á tjaldsvæðunum verður með sama hætti og verið hefur síðustu tvö sumur þar sem bóka og greiða þarf fyrirfram fyrir tjaldstæði á orlofsvef RSÍ.
Gleðilegt útilegu sumar