Nemastofa atvinnulífsins hóf starfsemi sína þriðjudaginn 5. apríl kl. 12 í húsnæði IÐUNNAR fræðsluseturs að viðstöddum mennta- og barnamálaráðherra Ásmundi Einari Daðasyni, fulltrúum úr atvinnulífi og skólameisturum framhaldsskólanna.

Nemastofa atvinnulífsins er samstarfsvettvangur samtaka í atvinnulífinu um bætt vinnustaðanám og fjölgun faglærðs starfsfólks. Markmið með Nemastofu atvinnulífsins er að fjölga fyrirtækjum og iðnmeisturum sem taka nema á vinnustaðanámssamning. Með tilkomu Nemastofu atvinnulífsins eykst yfirsýn yfir fjölda nemenda í vinnustaðanámi auk þess sem aðgengi nemenda að starfsnámi verður bætt og einfaldað. Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra, Hildur Elín Vignir framkvæmdastjóri IÐUNNAR fræðslusetur og Þór Pálsson framkvæmdstjóri RAFMENNTAR undirrituðu samkomulag um sérstakt átaksverkefni sem miðar m.a. að því að fjölga fyrirtækjum á birtingaskrá.

Nemastofu atvinnulífsins veitti þremur fyrirtækjum hvatningaverðlaun sem hafa á liðnum árum náð góðum árangri í þjálfun og kennslu nema á vinnustað og eru góðar fyrirmyndir sem lærdómsfyrirtæki í viðkomandi faggreinum. Fyrirtækin sem hlutu hvatningarverðlaun árið 2022 voru; Gullsmíða- og skartgripaverslunin Tímadjásn, bílaumboðið BL og TG raf.

Heimasíða Nemastofu: www.nemastofa.is