Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, kom í heimsókn í Hús Fagfélaganna í síðustu viku. Þar fóru formenn yfir áherslur sínar hvað varðar málefni iðnaðarmanna. Þar var m.a. farið yfir löggildingar-, mennta-, og réttindamál. Einnig var farið yfir þau tækifæri sem liggja hjá iðnaðarsamfélaginu varðandi nýsköpun og mikilvægi þess að tryggja að raddir okkar heyrist með ríkari hætti.
Heimsókn ráðherra
Á meðfylgjandi mynd með ráðherra eru frá vinstri Óskar Hafnfjörð Gunnarsson formaður MATVÍS, Finnbjörn A. Hermannsson formaður Byggiðnar, Kristján Þórður Snæbjarnarson formaður RSÍ og Jakob Tryggvason formaður Félags tækninfólks.