Loading...

Á dögunum var stofnað til Hreyfibandalags RSÍ og er eitt af fyrstu verkefnum þess að bjóða upp á hlaupanámskeið fyrir áhugasöm innan raða RSÍ fólks, því stefnt er á þátttöku í Reykjavíkurmaraþoni í ágúst!

Er ekki tilvalið að nota tækifærið og koma sér loksins af stað??

Námskeiðið fer fram í húsakynnum RSÍ á Stórhöfða 31 og verður einnig í boði sem fjarnámskeið.

Dagsetning: 27. maí 2024 kl. 20:00 – 21:30

Skráning nauðsynleg! Engin þátttökugjöld! Skannaðu QR kóðann til að finna Facebook hópinn!

Á námskeiðinu verður stiklað á stóru um hlaupaþjálfun. Fjallað verður almennt um líkamsrækt og hlaup og hvaða leiðir er skynsamlegar og heppilegar þegar byrja á að hlaupa. Síðan verður farið í grundvallaratriði hlaupaþjálfunar, æfingahugtök sem notuð eru í hlaupaþjálfun kynnt ásamt því að sýna dæmi um æfingaáætlanir og hvernig þær eru uppbyggðar.
Síðan verður fjallað um helstu ástæður meiðsla og helstu forvarnir. Á námskeiðinu verða einnig kynntar helstu teygjur og styrktaræfingar fyrir hlaupara og kennt hvernig velja á hlaupaskó sem hentar hlaupalagi viðkomandi hlaupara. Að lokum skoðum við sameiginlegt markmið í Reykjavíkurmaraþoni og farið yfir 5 hollráð fyrir hlaupara.

Efnistök á námskeiðinu:

  1. Af hverju hlaup ?
  2. Almennt um líkamsrækt og hlaup
  3. Hvernig á að byrja að hlaupa ?
  4. Þjálfun/Æfingahugtök/Æfingaáætlanir
  5. Meiðsli og forvarnir meiðsla
  6. Teygjur/Styrktaræfingar
  7. Útbúnaður
  8. 5 hollráð fyrir byrjendur

Leiðbeinandi
Umsjónarmaður hlaup.is, Torfi H. Leifsson er leiðbeinandi á námskeiðinu. Torfi hefur stundað hlaup í yfir 35 ár, verið með námskeið og séð um þjálfun í 15 ár og séð um hlaup.is frá 1996.