Á sambandsstjórnarfundi RSÍ sem haldinn var fyrr í þessum mánuði var hleypt af stað átaki RSÍ undir heitinu „Hreyfibandalag RSÍ“ Markmiðið er að stuðla að aukinni hreyfingu félaga í RSÍ um allt land. Félagar eru hvattir til hreyfingar með ýsmum hætti því hreyfing, þó ekki sé nema um 30 mínútur utandyra daglega, hefur góð áhrif á heilsu fólks til langframa.
Af þessu tilefni köllum við eftir áhugasömum sem stunda eða vilja koma sér af stað í hreyfingu með það að markmiði að taka þátt í Reykjavíkurmaraþoni í ágúst.
- Nú þegar hefur verið stofnaður hlaupahópur á hlaupastyrkur.is og heitir hann Hreyfibandalag RSÍ.
- Facebook hópur með sama nafni hefur einnig verið stofnaður til að undirbúa þetta verkefni.
- RSÍ er eitt af bakhjörlum Bergsins og með hlaupinu styrkjum við enn frekar við bakið á þeirri starfsemi, með því að safna áheitum í aðdraganda hlaupsins.
Tökum höndum saman – hreyfum okkur og látum gott af okkur leiða!