Rafiðnaðarsamband Íslands óskar konum til hamingju með alþjóðlegan baráttudag kvenna. Dagurinn á sér langa sögu, eða allt aftur til ársins 1911. Tilefnið voru baráttumál kvenna og þá helst samstaða verkakvenna og barátta fyrir kosningarétti kvenna víða um heim. Árið 1975 lögðu 90% íslenskra kvenna niður störf til að mótmæla stöðu kvenna á vinnumarkaði og árið 2023 mótmæltu konur og kvár í kvennaverkfalli um allt land svo eftir var tekið út fyrir landssteinana.

Árið 1984 mótmæltu Kvennalistakonur í matvöruverslun því þær vildu borga 2/3 af uppsettu verði matvara sem þær keyptu, það sögðu þær vera í samræmi við launamun kynjanna í íslensku samfélagi. Því miður er takmarkinu ekki náð, enn er langt í land. Á heimsvísu er staða jafnréttis ekki heldur góð og fer versnandi en Sameinuðu þjóðirnar hafa lagt áherslu á að aðildarríki, fjármálastofnanir, fyrirtæki og einstaklingar fjárfesti markvisst í konum undir slagorðinu: „Invest in women: Accelerate progress” rannsóknir benda til þess að landsframleiðsla myndi aukast um 20% miðað við höfðatölu ef kynjabilinu yrði eytt.

Fjárfestum í baráttunni um jafnrétti!

Viðburðir á alþjóðlegum baráttudegi kvenna