Umsóknarfrestur um orlofshús um sumar 2024 rann út 5. mars sl. og hefur orlofskerfið skilað niðurstöðu um hversu marga punkta þurfti fyrir hverja orlofseign fyrir úthlutun.

Um 700 umsóknir bárust en 630 útleigueiningar voru í pottinum. Á bak við hverja umsókn geta legið allt að átta valkostir sem hækkar þá tölu umsókna fyrir hverja leigueiningu. Punktastaða ræður úthlutun sem fer sjálfvirkt fram í orlofskerfinu, þar sem vinsælustu eignirnar á vinsælustu tímunum eru „dýrar“ t.a.m. þurfti 529 punkta í Vaglaskógi til að hafa möguleika í vikuna 26. júlí, eins og meðfylgjandi tafla sýnir. (Athugið að skruna til hægri yfir töflunni, því hún er breið!)

  • 5. – 11. mars þarf að greiða fyrir úthlutað hús eða íbúð. 

Slembiúthlutun sumarið 2024

Svokölluð „slembiúthlutun“ fyrir sumarið fór fram 14. febrúar þar sem  þar sem allir eiga jafna möguleika á að lenda í úrtaki. 56 leigueiningar voru í þeim potti og fóru nánast allar út. Athyglisvert var að skoða punktastöðu þeirra sem fengu úthlutað því hún var allt frá -65 upp í 299 punktar en hafði engin áhrif á niðurstöður. Slembihugmyndinni var komið á laggirnar til að þau sem ættu fáa punkta hefðu meiri möguleika á úthlutun heldur en í punktakerfinu, en ef fólk sækir um í slembi þá hefur það ekki möguleika á að sækja um í almennri punktaúthlutun.

Það sem ekki gengur út

  • Orlofseignir, sem félagar ekki þiggja hvort sem um punktaúthlutun eða slembiúthlutun er að ræða, ganga til baka inn í kerfið og bjóðast þeim sem sóttu um 14. mars, en fengu ekki úthlutun.
  • 18. mars kl. 9 ganga eignir sem enn eru ónýttar til almennrar úthlutunar.

Óskum við félögum okkar ánægjulegra stunda í orlofshúsunum okkar allra á komandi sumri.

Orlofshús 2024  02/08  05/07  07/06  09/08 12/07 14/06 16/08 19/07 21/06 24/05 26/07 28/06 31/05
AK-Kristjánshagi 2-105 165 139 146 233 242 290 121 188
AK-Furulundur 8P 41 176 403 -98 435 167 298
AK-Furulundur 8T 73 213 228 141 179
AK-Kristjánshagi 2-107 129 120 135 117 158 166
AK-Kristjánshagi 2-206 18 234 371 107 55 249 274 131 132 243
AK-Kristjánshagi 2-207 245 243 17 437 344 247 332 361 341
AK-Kristjánshagi 2-208 94 83 34 89 146 143
AK-Furulundur 8N 265 171 353 81 248 134 286 141
Einarsstaðir 13 262 286 148 236 86 252 75 213 189
Einarsstaðir 30 321 392 381 340 188 425 382 441 201
Einarsstaðir 4 262 368 219 150 464 278 168 359 186 234 190
Flókalundur Vatnsfirði 337 283 148 376 164 156 192 95 99
Hlíðarvegur 20-0002 Siglufjörður 137 226 152 216 307 249 181 254 187
Hyrnuland 5  Hálönd AK 313 253 184 191 467 306 226 404 165 383 324 146
Hyrnuland 7  Hálönd AK 267 247 139 283 235 126 381 148 331 195
Illugastaðir  4 442 266 335 382 135 215 355 236 203 115
Kirkjubæjarklaustur 2 169 282 234 10
Kirkjubæjarklaustur B Hundar velkomnir 106 217 76 334 195 114 253 290 245
Klifabotn A, Lónssveit 206 361 89 349 295 305 315 158
Miðdalur 1-Gutenberg 470 316 155 136 157 10 137 77 391
Miðdalur 7-Litaberg – Hundar velkomnir 215 135 59 101 226 375 215 123 161 308 345
Miðdalur – Rúnaberg 218 147 230 59 361 52 113 300 187
Skógarnes 1 243 207 50 167 312 254 89 157 150 209
Skógarnes 11 186 152 75 164 61 168 83 156 136
Skógarnes 12 Hundar velkomnir 254 202 184 189 262 300 144 202 234 56 249 122 99
Skógarnes 13 237 184 129 128 210 258 103 201 166 123
Skógarnes 14 216 150 66 124 166 247 89 136 152 113
Skógarnes 2 226 135 158 168 145 60 120 106 139
Skógarnes 3 179 133 142 133 137 47 98
Skógarnes 4 137 121 96 105 43 4
Skógarnes 5 350 210 157 169 274 342 204 328 345 126 321 320
Skógarnes 6 266 202 152 140 248 297 135 253 308 6 247 186
Skógarnes 7 222 180 109 123 212 83 202 201 237 173
Skógarnes 8 195 174 50 91 204 196 81 185 177 180 164
Skógarnes 9 187 158 83 178 180 78 170 137 163 142
Skógarnes stóra húsið 224 367 392 331 134 328 462 141 243 134 339
Stykkishólmur Aðalgata 15a 383 296 284 356 402 262 379 266 331 297
Svignaskarð 3 286 28 161 99 345 11 153 288 141 92
Svignaskarð 4 185 13 132 12 206 138 144 97
Vaglaskógur 463 419 375 312 337 257 302 442 364 223 529 330 290
Varmahlíð, Skagafirði 203 292 286 141 216 386 -41 311 332 331
Vestmannaeyjar Foldarhraun 9 473 362 395 307 426 250 99 392 494 343 309 324 221
Vitastígur 10 Bolungarvík 154 160 142 294 139 509 237 330 101 -2
Ölfusborgir 13 136 97 55 112 120
Ölfusborgir 16 215 185 135 131 120 265 352 148 266