Rafmennt stendur þann 29. febrúrar fyrir námskeið um öryggisvitund á netinu. Námskeiðið er hvoru tveggja hægt að sækja í stað -eða fjarkennslu. Leiðbeindur koma frá netöryggisfyrirtækinu Syndis, sem er leiðandi fyrirtæki sem hjálpar til við að veita stofnunum og fyrirtækjum nýstárlegar öryggislausnir.
Í lýsingu segir:
Internetið inniheldur ógrynni upplýsinga og er vettvangur til ýmissa notkunar og misnotkunar. Það er margt sem ber að varast á Internetinu. Óprúttnir aðilar hafi komið sér upp ýmsum aðferðum og verkfærum til að misnota og ráðast á persónuleg gögn hins almenna notanda. Þar að auki er notandinn sjálfur helsti veikleikinn þegar kemur að netöryggi. En hvað geta notendur gert til að þekkja og forðast hættur á Internetinu?
Á þessu námskeiði verður farið yfir það hvernig á þekkja hætturnar á internetinu og hvernig er hægt tryggja öryggi í samskiptum, þá í gegnum tölvupóst eða með öðrum boðleiðum til þjónustuaðila eða viðskiptavina. Þá er farið yfir bestu venjur og öruggar aðferðir á Internetinu, hvort sem það er í fjarvinnu, staðvinnu eða á ferðalögum. Farið verður yfir hvernig má þekkja helstu blekkingar og veiðar á netinu ásamt því hvaða öryggiskröfur notendur eiga að gera til sinna þjónustuaðila. Umfram allt verður farið yfir hvað felst í því að vera hinn mannlegi eldveggur.
Námskeiðið hentar öllum sem hafa samskipti á netinu. Þátttakendur munu að loknu námskeiði vera færir um góða hegðun á netinu og í samskiptum. Þeir munu þekkja hættur á netinu og í símaskilaboðum og hvernig hægt er að bregðast við þeim.