RSÍ hefur tekið á leigu bjarta og rúmgóða íbúð í hjarta Siglufjarðar frá 1. janúar 2024. Útsýni úr íbúðinni yfir bæinn og fjörðinn svíkur engan. Siglufjörður býr yfir langri sögu og er þekktur fyrir gömlu fallegu húsin, gott útivistarsvæði, skíðasvæði, golfvöll og ægifagurt umhverfi í næsta nágrenni í sveitarfélaginu Fjallabyggð. Fjölbreytt veitingahús, margvísleg þjónusta og blómlegt menningarlíf er á Siglufirði.

Íbúðin er með tvö svefnherbergi með tveimur einstaklingsrúmum í öðru og hjónarúmi í hinu. Svefnsófi er í stofu. Gistipláss er þannig fyrir 6 manns í íbúðinni.

Hægt verður að bóka íbúðina í orlofskerfi RSÍ innan skamms.

Skíðasvæðið í Skarðsdal – Siglfirsku Alpanir – eru meðal allra bestu skíðasvæða á landinu

Upplýsingar um Siglufjörð