Fréttir af samningaviðræðum við sveitarfélögin

MATVÍS, VM og RSÍ sitja sameinuð við samningaborðið vegna kjarasamninga félaganna við sveitarfélögin. Í gær þriðjudag var fundur númer tvö í kjaradeilunni.
Samningsaðilar komu sér saman um að vinna hratt og örugglega að nýjum kjarasamningi og búið er að fastsetja tvo fundi í næstu viku. Útlínur eru að einhverju leiti byrjaðar að myndast.
Félögin leggja mikið upp úr því að verkið klárist í þessum mánuði, þar sem síðasti kjarasamningur rann út 31.3.23.
Félögin vona að félagsfólki þeirra verði tryggð launahækkanir við allra fyrsta tækifæri. Stefnt er að skammtímasamningi líkt og samið var um á almennum vinnumarkaði.