Íslandsmót iðn- og verkgreina fór fram ásamt framhaldsskólakynningu í Laugardalshöll dagana 16.- 18. mars s.l.
Sigur á mótinu veitir keppnisrétt á Euroskills sem fram fer í september n.k. í Gdansk í Póllandi. Á mótinu munu 11
íslenskir keppendur ásamt dómurum í jafn mörgum iðngreinum taka þátt.
11 nemendur úr 7 skólum sem kenna rafvirkjun á landinu kepptu í rafvirkjun og varð Gunnar
Guðmundsson Tækniskólanum, hlutskarpastur keppenda og var krýndur Íslandsmeistari.
Andri Reyr Haraldsson formaður FÍR og Magni Rafn Jónsson héldu utan um keppnina í rafvirkjun og sáu um
dómgæslu en þessir aðilar hafa mikla reynslu á þessu sviði.
Fjórir nemendur kepptu í rafeindavirkjun. Hlynur Karlsson frá Tækniskólanum í Reykjavík og Einar
Örn Ásgeirsson, Jakob Bjarki Hjartarson og Baldur Ingimar Guðmundsson frá Verkmenntaskóla
Akureyrar. Íslandsmeistari varð Hlynur Karlsson Tækniskólanum með 927 stig. Allir keppendur stóðu
sig með mikilli prýði.
Bára Laxdal Halldórsdóttir hélt utan um keppnina í rafeindavirkjun, Ari Baldursson sá um að
hanna verkefnið og var yfirdómari en Risto Jouhki og Þórhallur Tómas Buchholz sáu um
þjálfun keppenda dómgæslu.
Fimm nemendur úr Tækniskólanum kepptu í grafískri miðlun og varð Olivier Piotr Lis,
hlutskarpastur keppenda og var krýndur Íslandsmeistari.
Þorgeir Valur Ellertsson og Haraldur Örn Arnarson héldu utan um keppnina í grafískri miðlun
og sáu um dómgæslu en báðir hafa mikla reynslu á þessu sviði þ.e. Þorgeir Valur hefur verið
dómari á Euroskills og fer með keppandanum út í haust en Haraldur Örn tók þátt á Euroskills
í Budapest fyrir Íslands hönd árið 2018. Kristjana Guðbrandsdóttir leiðtogi prents- og
miðlunar hjá Iðunni fræðslusetri sá um undirbúning og verkefnastjórn mótsins.