Breyting á styrkjum frá 1. janúar 2023

Frá 1. janúar 2023 verða gerðar eftirfarandi breytingar á styrkjum:

Líkamsræktarstyrkur hækkar í kr. 50.000 að hámarki. Endurgreiðsluhlutfall hækkar í 60% af upphæð kvittunar (var 50%).

Gleraugnastyrkur hækkar í kr. 80.000.

Styrkir vegna lækniskostnaðar, krabbameinsskoðunar, hjartaverndar, frjósemismeðferðar, stoðtækja, heyrnartækja, viðtalsmeðferðar, ferðastyrks,  sjúkraþjálfunar, fæðingarstyrks og ferðavagnastyrks hækka um 10%.

Einnig hefur verið tekin ákvörðun um að heilsunudd verði styrkhæft, skilyrði að heilsunuddari sé félagsmaður í “félagi heilsunuddara”.

Vekjum athygli á því að áðursendar kvittanir er ekki hægt að nýta aftur.