Niðurstöður atkvæðagreiðslna um kjarasamninga RSÍ eru eftirfarandi:

RSÍ – sveinar –     Já 68,41% – Nei 26,98%
RSÍ – tæknifólk – Já 73,22% – Nei 21,60%
RSÍ – Grafía –       Já 88,19% – Nei 8,86%

RSÍÞáttakaÁ kjörskráÞáttaka samtalsNeiTek ekki afstöðu
Sveinar1149224651,2%78631053
Tæknifólk463165528,0%33910024
Grafía23746650,9%209217

 

Við þökkum öllu félagsfólki fyrir að taka þátt í atkvæðagreiðslum og segja sinn hug. Það er vilji ykkar sem skiptir öllu máli og hefur verið ómetanlegt fyrir fulltrúa RSÍ að hitta ykkur á kynningarfundum í síðustu viku. RSÍ og VM héldu saman 11 formlega kynningarfundi en auk þess voru MATVÍS og Byggiðn með okkur á þremur fundum. Fundirnir voru vel sóttir en rúmlega 400 manns mættu. Það er augljóst að virk þátttaka ykkar í félagsstarfinu skilar sér í betri vinnu og þéttari hagsmunabaráttu.

Að þessu sinni útvíkkuðum við samstarf við endurnýjun kjarasamninganna þegar samflot iðn- og tæknifólks tók höndum saman með VR/LÍV. Það er ljóst að samstarfið skipti sköpum við samningaborðið og viljum við senda þakkarkveðjur til félaga okkar fyrir gott og ánægjulegt samstarf.