Virk kynnti nýja þjónustu í forvörnum fyrir skömmu, Velvirk í starfi.

Um er að ræða aukinn stuðning fyrir starfsmenn og stjórnendur í atvinnulífinu með það að markmiði að auka vellíðan í starfi og koma í veg fyrir brotthvarf af vinnumarkaði.  Hugmyndin er að mæta þörf starfsfólks og stjórnenda í atvinnulífinu fyrir ráðgjöf um mögulegar leiðir þegar því sjálfu eða samstarfsfólki líður ekki vel í vinnunni af heilsufarsástæðum eða vegna annarra aðstæðna sem hafa áhrif á framgang þess í starfi.

Boðið er upp á upplýsingar og fræðslu á síðunni www.velvirk.is – bæði fyrir stjórnendur og starfsmenn – og eins er búið að bæta við þeim möguleika að bæði starfsmenn og stjórnendur geta sent inn fyrirspurnir og eins fengið samtal við sérfræðinga Velvirk í starfi. Nánari upplýsingar um stuðningsefnið á velvirk.is og hvernig hægt er að komast í samband við sérfræðinga Velvirk í starfi má finna á virk.is – hér.